Tæringarvörn fyrir botn og skrúfu
Tölvustýrð tæringarvörn - 100% öryggi. Minnkar tæringu undir sjólínu um 99,9%. Kemur í stað zink- eða álforskauta.
Lengir sjótíma milli slippferða upp í allt að 3 ár. Annar til þriðji hver slippur getur sparast.
- Jöfn tæringarvörn, í stað of mikillar fyrst eftir endurnýjun forskauta og síðan of lítillar þegar skautin eru farin að tærast og þörfin fyrir tæringarvörn er mest.
- Lengir endingu á skrúfu, þar sem búnaðurinn jarðtengir skrúfuna og ver fyrir tæringu.
- Minnkar eldsneytiseyðslu því engin forskaut eru utan á botninum sem valda viðnámi.
- Sparar andvirði sitt að á 3-6 árum.
Virkni: Búnaðurinn samanstendur af tölvustýrðu stjórntæki með innbyggðum straumgjafa, rafskautum, nemum sem nema þörfina fyrir tæringarvörn og sleituhring sem jarðtengir skrúfuásinn. Búnaðurinn minnkar tæringu með rafskautunum sem staðsett eru undir sjólínu. Nemarnir nema þörfina fyrir tæringarvörn með því að mæla spennumuninn milli nemanna og skipskrokksins. Stjórntækið stýrir síðan straumnum út á skautin í til að bregðast við mælinguna frá nemunum. Búnaðurinn bregst strax við öllum sveiflum í þörfinni fyrir tæringarvörn. Þess má geta að hámarks afköst 50 amp. kerfis (sem er algeng stærð fyrir meðal togara) samsvara því að á skipi séu stöðugt 100 stk. 3,5 kg. álskaut.
Viðvörunarkerfi er innbyggt í stjórntækið sem gefur viðvörun strax ef nemarnir mæla of litla eða of mikla tæringarvörn. Til að tryggja að búnaðurinn vinni alltaf eðlilega er mælt með því að vélstjórinn skrái daglega niður aflestra af mælum stjórntækisins. Aflestrar þessir eru mánaðarlega sendir framleiðandanum sem fylgist stöðugt með að búnaðurin sé að vinna eðlilega. Þetta tryggir að ef bilun verður kemur hún fljótt fram. Þessi tækni er ekki ný, hún hefur verið notuð í 70 ár og er hafin yfir allan vafa um virkni, enda er þessi búnaður mjög algengur í skipum um allan heim. Með nýjustu tækni er þessi búnaður nú orðinn mjög hagkvæmur kostur fyrir minni skip allt niður í u.þ.b. 20 metra löng. Búnaðurinn er viðurkenndur af öllum flokkunarfélögum, þar á meðal Norsk Veritas & Lloyds.
Verð búnaðarins er mjög hagstætt og borgar sig upp á fáum árum í minna viðhaldi, minni eldsneytiseyðslu og sparnaði sem felst í því að ekki þarf að kaupa og skipta um zink- eða álforskaut.
Dæmi um rafskaut
Stjórntæki fyrir botntæringarvörn
Nemar fyrirbotntæringarvörn
Nánari upplýsingar á heimasíðu Cathelco
|
Sendu okkur
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
ef þér óskið nánari upplýsinga eða hringið til okkar |
STÁLVÉLAR EHF |
Pósthólf 121 - 202 Kópavogi Sími 554 5683 - GSM 896-6005
|
|
Til baka
|
|