Gróður- og tæringarvörn fyrir sjólagnir
Hindrar alla gróður- og skeljamyndun! Minnkar tæringu í sjólögnum um allt að 60%! Tvöfaldar líftíma kæla, röra og sjóloka. Stórminnkar viðhaldskostnað sjólagna.
Búnaðurinn samanstendur af kopar- & álskautum, sem sett eru í sjókistur eða sjósíur og sjálfvirkum straumgjafa. Rafskautin gefa frá sér stöðugt flæði af kopar- og áleindum út í sjóinn, sem streymir um sjókisturnar og fer um allt rörakerfið. Kopareindirnar gera það að verkum að skeljar og aðrar sjávarlífverur geta ekki þrifist í lögnunum og áleindirnar mynda tæringarvarnarhúð innan á lögnunum. Magn kopars í sjónum er þó það lítið að það hefur engin áhrif á fiskvinnslu eða ferksvatnsframleiðslu um borð. Búnaðurinn er sjálfvirkur og þarfnast lítils eftirlits.
Teikning af skautum í sjóinntaki.
Teikning af skautum í sjósíum.
Dæmigerð staðsetning á skautum í sjóinntaki á togskipi.
180 íslensk skip eru nú með þennan búnað. Hann hefur reynst geysi vel við íslenskar aðstæður og hefur í öllum tilfellum komið í veg fyrir skelja- og gróðurmyndun og minnkað tæringu verulega.
Þessi aðferð hefur reynst mun áhrifaríkari við að hindra gróður- og skeljamyndun heldur en eitur.
Búnaðurinn minnkar verulega viðhaldskostnað á sjólögnum og hefur reynst spara andvirði sitt á skömmum tíma. Verð búnaðarins er mjög hagkvæmt, en það fer eftir stærð skipa, fjölda sjóinntaka og streymi. Hafið samband og fáið verðtilboð.
Meðal skipa með þennan búnað eru: Akureyrin EA, Baldvin Þorsteinsson EA, Baldvin Njálsson GK, Júlíus Geirmundsson ÍS, Mánaberg ÓF, Tjaldur SH og Þerney RE.
Stjórntæki fyrir gróður- og tæringarvörn.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Cathelco
|
Sendu okkur
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
ef þér óskið nánari upplýsinga eða hringið til okkar |
STÁLVÉLAR EHF |
Pósthólf 121 - 202 Kópavogi Sími 554 5683 - GSM 896-6005
|
|
Til baka
|
|